Loftslagsmál og bætt loftgæði
Vísarnir
Við veitum þér upplýsingar
Mikil umræða hefur orðið um svifryk undanfarið en ekki er víst að allir viti hvar nálgast ber upplýsingar um svifrykstölur – eða hvað tölurnar þýða? Ímyndum okkur íbúa á höfuðborgarsvæðinu, Jónu Jónsdóttur, miðaldra konu sem býr við Miklubraut í Reykjavík. Hún er með örlítinn astma en veit ekkert skemmtilegra en að skokka í eigin hverfi. Að loknum hlaupum suma daga líður þó Jónu ekki nógu vel. Hún fer á heimasíðu Umhverfisstofnunar og hefur samband með tölvupósti við loftgæðasérfræðing sem segir henni að loftmengun aukist nálægt bílaumferð og því sé heppilegra fyrir Jónu að skokka inni í hverfinu fremur en t.d. meðfram Miklubrautinni. Þessar upplýsingar leiða til þess að nú orðið fer Jóna ekki út að skokka ef loftmengun mælist mikil. Hún fer þá í Elliðaárdalinn eða í Heiðmörkina og henni líður betur eftir að hún aflaði sér upplýsinganna og breytti venjum í samræmi við það. Sjá nánar hér.