Ávarp

Sigrún Ágústsdóttir - forstjóri

Klukkan tifar
Losun gróðurhúsalofttegunda snýst um hnattræna ábyrgð. Afleiðingar losunar geta komið niður á allt öðrum stað en þar sem losunin verður.
Á grunni gildandi aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum hefur verið framreiknaður samdráttur í losun Íslands næstu ár.
Reiknað er með að losun vegna vegasamgangna dragist töluvert saman, náðst hefur hagkvæmari nýting eldsneytis hjá fiskiskipum og von er á tillögum frá hinum fjölmörgu geirum atvinnulífsins um aðgerðir í loftslagsmálum. Við erum farin að sjá „græna samkeppni“ í atvinnulífinu og það eru verulega góð tíðindi. Almenningur lætur ekki plata sig og fólk gengur nú betur úr skugga um að staðreyndir séu á bak við fullyrðingar um umhverfisvænan rekstur.
Stýrum álagi á umhverfið af ábyrgð
Umhverfisálag á Íslandi er meðal annars álag á vatn og magn úrgangs.
Grundvallaratriði fyrir atvinnulíf á Íslandi er nægt aðgengi að vatni og gott ástand vatns. Stórar atvinnugreinar eru verulega háðar vatni og má þar nefna fiskeldi í sjó og á landi, orkuvinnslu, matvælavinnslu og margs konar annan iðnað.
Mat á álagi á vatn er nauðsynlegt til að taka ákvarðanir fyrir framtíðina. Álagið getur falist í losun mengunarefna, dælingu vatns, stíflugerð o.s.frv. Um leið myndast álag á lífríki, jarðminjar og landslag.
Við treystum á vatnsauðlindina í nútíð og framtíð ekki síst í orkuumræðu samtímans. Þess vegna leggur Umhverfisstofnun mikla áherslu á markvissa framkvæmd vatnamála. Fyrsta vatnaáætlunin fyrir Ísland var staðfest á 2022 og var það gríðarlega mikilvægur áfangi.
Nú þarf að hamra járnið meðan það er heitt og tryggja vöktun vatnsauðlindarinnar og taka ákvarðanir um ráðstöfun vatnsauðlindarinnar á þeim grunni.
Ástand áfangastaða í náttúrunni er með ágætasta móti vegna markvissrar uppbyggingar innviða síðustu ár og ekki síður ötuls starf landvarða um allt land. Fjöreggið er viðkvæmt og því verður að halda áfram vel á spöðunum og tryggja rekstrarhæfni áfangastaða. Samstarf við ferðaþjónustuna og ferðamálayfirvöld er þar lykilatriði.
Við verðum að hætta að sóa verðmætum.
Úrgangur er allt of mikill á Íslandi samkvæmt nýjustu tölum. Bent hefur verið á að hringrásarhagkerfið er ný stoð í atvinnulífinu.
Hringrásarhagkerfið verður best útskýrt með eftirfarandi mynd:

Við stiklum á stóru í ársskýrslu okkar eins og venjulega, segjum frá lykilverkefnum og sýnum þróunina í umhverfismálum með því að gera grein fyrir lykiltölum. Fjármálaskýrslan er á sínum stað og umhverfisskýrslan.
Njótið.

Fyrsta vatnaáætlun Íslands

Fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfest í apríl 2022. Hún markar tímamót í innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins á Íslandi. Vatnaáætlunin er mikilvægt stýritæki sem rammar inn samvinnu og stefnu stjórnvalda, aðgerðir, vöktun og önnur mikilvæg skref til að stuðla að verndun vatnsauðlindarinnar á Íslandi til ársins 2027.

Lesa meira

Svanurinn í sókn

Árið 2022 náði þekking Íslendinga á Svaninum sögulegu hámarki og mælist nú um 93%. Umsóknum um Svansleyfi og framboði Svansvottaðra vara á Íslandi fjölgar stöðugt.

Lesa meira

Spennandi tækifæri á nýrri starfstöð á Mývatni

Gígur - nýtt sameiginlegt húsnæði Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs, Landgræðslunnar og Náttúrufræðirannsóknarstöðvarinnar í Mývatnssveit var opnað á Skútustöðum í Mývatnssveit þann 30. maí. Gígur skapar spennandi tækifæri til að efla og styrkja náttúruvernd, nýsköpun og byggð á svæðinu.

Lesa meira

Sigur í Hjólað í vinnuna

Starfsfólk Umhverfisstofnunar sigraði í Hjólað í vinnuna í flokki vinnustaða með 70 til 129 starfsmenn. Alls tóku 87 starfsmenn þátt í keppninni í fimm liðum. Þau ferðuðust samtals til og frá vinnu með virkum hætti í 7.645 daga.

Lesa meira