Fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfest í apríl 2022. Hún markar tímamót í innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins á Íslandi. Vatnaáætlunin er mikilvægt stýritæki sem rammar inn samvinnu og stefnu stjórnvalda, aðgerðir, vöktun og önnur mikilvæg skref til að stuðla að verndun vatnsauðlindarinnar á Íslandi til ársins 2027.
Árið 2022 náði þekking Íslendinga á Svaninum sögulegu hámarki og mælist nú um 93%. Umsóknum um Svansleyfi og framboði Svansvottaðra vara á Íslandi fjölgar stöðugt.
Gígur - nýtt sameiginlegt húsnæði Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs, Landgræðslunnar og Náttúrufræðirannsóknarstöðvarinnar í Mývatnssveit var opnað á Skútustöðum í Mývatnssveit þann 30. maí. Gígur skapar spennandi tækifæri til að efla og styrkja náttúruvernd, nýsköpun og byggð á svæðinu.
Starfsfólk Umhverfisstofnunar sigraði í Hjólað í vinnuna í flokki vinnustaða með 70 til 129 starfsmenn. Alls tóku 87 starfsmenn þátt í keppninni í fimm liðum. Þau ferðuðust samtals til og frá vinnu með virkum hætti í 7.645 daga.