Minna svifryk en árið 2000

Eitt af keppikeflum Umhverfisstofnunar er að loftmengandi efni í andrúmsloftinu fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Með mælingum er m.a. hægt að sjá ársmeðaltal svifryks og hæstu sólahringsgildi. Notast er við skilgreind heilsuverndarmörk fyrir ársmeðaltal svifryks (PM10), köfunarefnisdíoxíð (NO2), kolmónoxíð (CO) og gróðurverndarmörk fyrir brennisteinsdíoxíð (SO2). Viðbrögð við loftmengun eru á könnu sveitarfélaganna. Árið 2018 var ársmeðaltalsstyrkur PM10, NO2, CO og S02 undir tilskildum mörkum á höfuðborgarsvæðinu. Hefur styrkur svifryks farið lækkandi frá árinu 2000 þótt hann færi nálægt mörkum árið 2018.