Betur má ef duga skal

Breytingar á loftslagi og hitastigi eru eitt helsta áhyggjuefni jarðarbúa. Umhverfisstofnun tekur árlega saman bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda og sýna nýjustu niðurstöður að betur má ef duga skal. Ísland hefur samið við ESB um að draga úr losun um 29% frá árunum 2005-2030. Losun gróðurhúsalofttegunda jókst hér innanlands um 2% á milli áranna 2016 og 2017 í stað þess að dragast saman eins og að var stefnt. Aukin neysla og ferðamennska eru helstu skýringar. Ljóst er að miklar áskoranir eru fram undan í þessum efnum.