Eitt yfirmarkmiða Umhverfisstofnunar er verndun náttúru Íslands, krefjandi verkefni á tímum stóraukinnar ferðamennsku. Ein vísbending um árangur er fjöldi og flatarmál friðlýstra svæða. Búið er að friðlýsa 21,6% af flatarmáli Íslands eða rúmlega 22.000 ferkílómetra og meira er í pípunum. Þingvellir voru fyrsti staðurinn sem friðlýstur var formlega árið 1928. Fá svæði voru friðlýst á árunum þar á eftir, en á áttunda áratugnum jókst fjöldi svæða svo um munar og mörg ný svæði friðlýst. Flatarmál friðlýstra svæða jókst mjög mikið, og munar þar mikið um svæði eins og friðland að Fjallabaki (1978) og Þjórsárver (1984).
Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008 jókst flatarmál friðlýstra svæða verulega, en svæðunum fækkaði jafnframt þar sem nokkur friðlýst svæði voru innlimuð í þjóðgarðinn. Þar sem unnið er að átaki í friðlýsingum er unnið að því að flatarmál friðlýstra svæða aukinn enn og að svæðunum fjölgi jafnt og þétt.