Verndaráætlunum fjölgar

Fjöldi stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði er annar mælikvarði á árangur við verndun náttúru. Um síðustu áramót höfðu verið gerðar stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir rúmlega 20 svæði af þeim 111 svæðum sem eru í umsjón Umhverfisstofnunar. Stjórnunar- og verndaráætlanir eru mikilvægt verkfæri í verndun og stjórnun friðlýstra svæða og með auknu álagi og auknu fjármagni til uppbyggingar gegna þær enn veigameira hlutverki og því hefur verið lögð aukin áhersla á gerð þeirra á undanförnum árum.

Tókst að ljúka fimm nýjum áætlunum fyrir friðlýst svæði árið 2018 og nokkur til viðbótar voru í lokavinnslu um síðustu áramót.

Spá Umhverfisstofnunar gerir ráð fyrir að áætlunum muni enn fjölga jafnt og þétt. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má skoða forgang þessara áætlana.