Skilvirkni í eftirliti

Verndun heilnæms umhverfis er eitt af yfirmarkmiðum Umhverfisstofnunar. Þar er í mörg horn að líta og vinnur Umhverfisstofnun m.a. að innleiðingu kerfisbundins áhættumats við ákvörðun á tíðni vettvangsferða eftirlits.

Með áhættumatinu gefst tækifæri á að beina kröftum eftirlitsins að þeim stöðum þar sem þörfin er mest en draga á sama tíma úr eftirliti ef rekstraraðilar sinna mengunarvörnum vel og áhætta á mengun minnkar. Umhverfisstofnun hefur stuðst við áhættumat frá samtökum umhverfiseftirlitsstofnana í Evrópu (IMPEL) við innleiðingu áhættumatsins þar sem ferlinu er lýst sem flæðiriti sem sífellt er í þróun.