Ólykt vaxandi viðfangsefni

Meðal árangursvísa sem teymi mengunareftirlits hjá Umhverfisstofnun hefur sett sér er fjöldi ábendinga vegna starfsemi sem fellur undir eftirlit stofnunarinnar. Þar geta ýmsir þættir haft áhrif á fjölda kvartana. Stofnunin telur mikilvægt að ábendingar vegna starfseminnar komi til eftirlitsaðila svo hægt sé að fylgja málinu eftir ef þörf er á. Hins vegar gefur fjöldi kvartana vísbendingar um áhrif starfseminnar á umhverfi sitt. Í flestum tilvikum var lítið um kvartanir vegna starfsemi undir eftirliti stofnunarinnar en nokkur mál skera sig úr hvað varðar fjölda kvartana vegna lyktar.