Efling hringrásarhagkerfisins er brýnt verkefni og þarf að stórauka magn endurunnins úrgangs á hvern íbúa á ári. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki til að gera íbúum kleift að koma úrgangi í þann farveg að sem minnst endi í förgun. Eitt af meginverkefnum nútíma Íslendings er að draga úr magni úrgangs og nýta hlutina betur. Amma og afi nýttu hlutina af nauðsyn. Nú er líka nauðsyn. Við þurfum að nýta hlutina betur til að færa ekki ábyrgðina á barnabörnin okkar.
Endurvinnslu hefur þó fleygt fram sem og tækni við endurnýtingu. Brýnt er að sú þróun haldi áfram til að draga úr auðlindasóun. Jafnframt þarf að beita hagrænum tækjum í auknum mæli til að lágmarka förgun.