Fleiri ársáskriftir hjá Strætó

Ýmsar leiðir má fara til að efla grænan lífstíl hjá almenningi. Samgöngur taka til sín mikla losun gróðurhúslofttegunda en ein vísbending um hvort við göngum til góðs eða ekki er fjöldi langtímakorta hjá Strætó. Fyrir liggur að fjöldi seldra langtímaáskrifta hjá Strætó hefur aukist ár frá ári tímabilið 2015-2018. Árið 2015 voru seld 8.019 langtímaáskriftir í strætó. Þessi tala var komin upp í 10.524 árið 2018.

Önnur græn vísbending er hlutfall rafbíla af öllum seldum bifreiðum hér á landi. Árið 2015 voru aðeins seldir 407 rafbílar. Þremur árum síðar voru seldir tvöfalt fleiri rafbílar eða 856. Vísbendingar eru uppi um aukinn hraða í þessari jákvæðu þróun, enda er í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum árin 2018-2030 markmiðið að losun frá vegasamgöngum minnki um 35% frá árinu 2005, verði 500.000 tonn árið 2030 í stað milljón tonna af CO2 árið 2018. Engin leið er talin betri til að ná þessu hlutfalli en að stórauka hlutfall vistvænna ökutækja.