Eftir höfðinu dansa limirnir

Umhverfisstofnun hefur það hlutverk að vera leiðandi í umhverfismálum og á það við um okkar eigin breytni og okkar eigið starfshúsnæði eins og aðra þætti. Á árinu 2018 hófust framkvæmdir við endurbætur á höfuðstöðvum Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut. Endurbæturnar eru þær fyrstu á Norðurlöndunum sem verða Svansvottaðar. Með þessu magnaða skrefi sýnir stofnunin fordæmi til að lágmarka umhverfisáhrif framkvæmda á sama tíma og tryggt er að starfsmenn fái heilnæmt skrifstofurými.