Vaxandi áhugi á umhverfismálum

Maskína vann könnun á trausti til Umhverfisstofnunar árið 2018. Aðeins rúm 10% bera ekki traust til stofnunarinnar þótt Umhverfisstofnun þurfi oft að láta til sín taka í umdeildum málaflokkum, nægir að nefna afskipti okkar af starfsemi United Silicon ekki alls fyrir löngu. Hjá flestum svarendum er traust í ágætu meðallagi. Þriðjungur ber mjög gott traust til stofnunarinnar.

Í sömu könnun kom fram að um 90% svarenda hafi áhuga á umhverfismálum. Áhuginn óx milli ára. Niðurstöðurnar byggja á 800 svörum.