Gullvottun vegna reiðhjólamenningar

Það er ekki nóg með að meirihluti starfsfólks Umhverfisstofunar ferðist með vistvænum hætti. Umhverfisstofnun hlaut einnig á árinu 2018 GULLvottun í hjólavottun vinnustaða fyrir starfsstöðina við Suðurlandsbraut. Á undanförnum árum hefur stofnunin einnig lagt mikla áherslu á góðan fjarfundarbúnað og að starfsmenn nýti sér hann fremur en að fara í ferðalög milli staða.