Á vinnustað eins og Umhverfisstofnun er mikið skjalaflóð frá degi til dags. Rýna þarf hafsjó af gögnum, skrifa þarf hafsjó af bréfum og skýrslum og var samofið þessum störfum áður að prenta mikið út. Nú er öldin önnur. Líkurnar á að starfsmenn stofninarinnar fórni trjám fyrir störf sín eru mun minni í dag en áður. Umhverfisstofnun hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2030 muni það heyra til algjörra undantekninga að starfsmenn prenti eitt eða annað út. Þróunin er komin vel á veg eins og sést hér á myndinni. Pappírsnotkun dróst saman hjá Umhverfisstofnun um heil 1.063 kíló – eða rúmlega tonn- frá árinu 2013-2018. Albestum árangri náði stofnunin árið 2016 þegar pappírsnotkun nam aðeins 490 kílóum. Við stefnum á að toppa okkur á yfirstandandi ári.