Landverðir gegna lykilhlutverki í náttúruvernd, fræðslu og stýringu ferðamanna á friðlýstum svæðum. Fjöldi unnina landvarðavikna er vísbending um umfang þessarar vinnu. Ferðamenn heimsækja náttúruverndarsvæði allt árið um kring og því nauðsynlegt að landvarsla fylgist að með fjölgun ferðamanna og dreifingu þeirra í tíma og rúmi.
Snemma á vorin þegar náttúran er viðkvæmust fyrir umferð, er landvarsla gríðarlega mikilvæg. Landverðir gegna mikilvægu hlutverki í eftirliti með ástandi náttúru og að bregðast við ef hún er undir miklu álagi vegna ágangs ferðamanna. Markmiðið með landvörslu er fyrst og fremst að vernda íslenska náttúru. Hlutverk landvarða er einnig að taka vel á móti gestum, fræða þá um náttúru og sögu landsins og leiðbeina þeim um örugga og góða ferðahegðun. Með öflugri landvörslu náum við árangri í að vernda viðkvæma náttúru og bæta öryggi og upplifun ferðamanna á náttúruverndarsvæðum.