Fjármál

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2019 námu heildargjöld Umhverfisstofnunar 1.992 m.kr. og heildartekjur 415 m.kr. Framlag ríkissjóðs nam 1.546 m.kr. og því gekk stofnunin á höfuðstól sinn um 31 m.kr. það ár. Fjárveitingar Umhverfisstofnunar skiptast í þrjá hluta, þ.e. almennan rekstur, endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna veiða á ref og mink og framkvæmdir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og á fjölmörgum friðlýstum svæðum víðs vegar um landið. Gerð er nánari grein fyrir hverjum og einum þessara hluta hér að neðan.

Almennur rekstur

Framlag ríkisins til almenns reksturs Umhverfisstofnunar árið 2019 nam 1.489 m.kr. en það var 1.293,8 m.kr. árið 2018.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri ársins 2019 námu gjöld við almennan rekstur Umhverfisstofnunar 1.936 m.kr. Til samanburðar má geta þess að þau námu 1.829,6 m.kr. árið 2018. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig gjöld vegna almenns reksturs skiptust milli fagteyma stofnunarinnar árið 2019.


Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri 2019 námu tekjur af almennum rekstri Umhverfisstofnunar 415 m.kr. árið 2019. Meðfylgjandi mynd sýnir skiptingu helstu tekjuliða árið 2019.

Endurgreiðslur til sveitarfélaga

Umhverfis- og auðlindaráðherra ákveður árlega taxta fyrir laun minkaveiðimanna en sveitarfélög greiða þeim fyrir veiðarnar. Sveitarfélögin senda Umhverfisstofnun skýrslu um veiðarnar, ásamt reikningum sem stofnunin endurgreiðir þeim í samræmi við taxta ráðherra. Úthlutun til sveitarfélaga vegna refaveiða er í samræmi við þriggja ára áætlun þar að lútandi. Árið 2019 námu endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða 27,3 m.kr. og vegna minkaveiða 29,7 m.kr.

Meðfylgjandi mynd sýnir endurgreiðslur til sveitarfélaga fyrir ref og mink árin 2015 til 2019 í m.kr.

Framkvæmdir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og á öðrum friðlýstum svæðum

Umhverfisstofnun annast framkvæmdir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og á fjölmörgum friðlýstum svæðum víðs vegar um landið. Markmiðið með þeim er að bæta innviði fyrir ferðamenn og verja náttúru landsins gegn ágangi. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig fjármagn til framkvæmda skiptist milli landshluta árin 2015 til 2019. Árið 2019 voru mestu framkvæmdirnar við Geysi, Friðland að Fjallabaki, Dynjanda og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þá hófust jarðvegsframkvæmdir við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi árið 2019.

Í m.kr.

2014

2015

2016

2017

2018

2019

Norðurland eystra

23,6

54,0

48,5

8,1

6,1

0,8

Vestfirðir - norður og Norðurland vestra

2,9

0,8

0,8

1,9

0,1

0,9

Vestfirðir - suður

5,2

14,2

11,9

29,1

106,1

31,6

Vesturland

69,4

79,2

91,2

38,0

102,8

130,4

Höfuðborgarsvæðið

10,3

7,5

 

 

1,8

0,2

Suðurland og miðhálendið

27,8

73,9

109,9

165,2

67,5

101,8

Austurland

4,9

20,6

3,7

1,5

0

1,7

Verkefni sem nýtast landinu öllu

5,3

4,5

6,1

1,2

0,1

0

Samtals149,4254,7272,1245,0284,5267,4