Samvinna í vatnamálum

Vinnan við vatnaáætlun og innleiðing laga um stjórn vatnamála kallar á mikla samvinnu og sameiginlegt átak til að koma á þeirri stefnumörkun um vatnsvernd sem fram á að koma í vatnaáætlun. Margir aðilar koma að beinni framkvæmd laganna s.s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofa Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Orkustofnun. Einnig ýmsar rannsóknastofnanir, sveitarfélög, heilbrigðiseftirlit og nefndir sveitarfélaga auk þeirra nefnda sem starfa á landsvísu.

Ísland er eitt vatnaumdæmi og er landinu skipt í fjögur vatnasvæði. Á hverju vatnasvæði starfar ein vatnasvæðanefnd sem m.a. sveitarfélög og heilbrigðisnefndir eiga fulltrúa í. Að auki starfa tvær ráðgjafanefndir á landsvísu, önnur er ráðgjafanefnd fagstofnanna og eftirlitsaðila en hin er ráðgjafanefnd hagsmunaðila. Nefndirnar funda reglulega og án svona víðtæks samráðs og samvinnu yrði ómögulegt að ná þeim markmiðum sem við viljum fyrir vatnið okkar. Upplýsingar um nefndarmenn og vinnu þeirra má finna á www.vatn.is.



Ísland er eitt vatnaumdæmi en er skipt niður í fjögur vatnasvæði