Úrgangur minnkar milli ára

Heildar úrgangsmagn á Íslandi náði sögulegu hámarki árið 2017 þegar magnið var 1,4 milljón tonn af úrgangi en nú hefur sú þróun snúist við. Árið 2018 féll til 100.000 tonnum minna af úrgangi en árið áður. Á sama tíma hefur endurvinnsla aukist lítillega á milli ára, bæði fyrir heimilis- og rekstrarúrgang. Minni úrgangur og meiri endurvinnsla er að sjálfsögðu mjög jákvæð en tölfræðin sýnir þó að þessi samdráttur er fyrst og fremst í rekstrarúrgangi.

Heimilisúrgangur hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og falla nú til um 712 kg á hvern íbúa á Íslandi sem er mjög hátt miðað við meðaltalið innan Evrópusambandsins. Þó skal tekið fram að heimilisúrgangur á ekki einungis uppruna sinn hjá heimilum heldur er líka um að ræða svipaðan úrgang frá rekstraraðilum, svo sem frá mötuneytum og hótelum. Hér má sjá magn úrgangs sem féll til á hvern íbúa skipt niður í heimilisúrgang og annan úrgang (rekstrarúrgang):