Hver Íslendingur sóar 90 kg af mat á heimili sínu árlega

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Matarsóun er umfangsmikið vandamál sem snýr ekki aðeins að sóun matvæla heldur einnig sóun á fjármunum og auðlindum jarðar auk þess að hafa í för með sér mikla losun.

Á síðastliðnu ári framkvæmdi Umhverfisstofnun ítarlega rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi, þar sem 90 heimili og 80 fyrirtæki tóku þátt. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar má áætla að matarsóun í neysluhlekk virðiskeðjunnar sé um 132,5 kg. Þar af eru 90kg sóað á heimilum sem er sambærilegt því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Þá eru um 42 kg sóað í heild- og smásölu, veitingasölu og á spítölum og hjúkrunarheimilum.

Rannsóknin náði til sóunar á nýtanlegum mat, ónýtanlegum mat, vökva og matarolíu. Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni gerði það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar, þ.e.a.s. heild- og smásölu, veitingasölu og spítala og hjúkrunarheimili. Sjá skýrslu hér.


Tafla 1. Samantekt niðurstaðna á umfangi matarsóunar heimila 2019

Tegund matarsóunar

Sóun á mann á ári (kg)

Heildarsóuná Íslandi á ári
(tonn)

Nýtanlegur matur

19,7

7152

Ónýtanlegur úrgangur

25,1

9123

Matarolía

5,1

1840

Vökvi

40,4

14670

Samtals

90,3

32785


Tafla 2. Samanburður á matarsóun innan mismunandi hlekkja virðiskeðjunnar, á mann á ári og heildarsóun á Íslandi á ári, árið 2019 

Tegund sóunar

Heild- og smásala

Veitingasala

Spítalar og hjúkrunarheimili

Neysluhlekkurinn án heimila

Neysluhlekkurinn með heimilum

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Nýtanlegur matur

3,2

1173

17,5

6343

0,7

243

22,4

8110

42,1

15263

Ónýtanlegur úrgangur

2,9

1042

1,1

413

0,3

118

3,6

1320

28,8

10442

Vökvi

0,3

108

10,9

3962

0,2

84

14,6

5310

55,1

19980

Matarolía

0,3

96

1,5

548

0,0

18

1,6

570

6,6

2410

Samtals

6,7

2419

31,0

11265

1,3

463

42,2

15310

132,5

48095