Gott gengi Grænu skrefanna

Vinsældir Grænna skrefa aukast með ári hverju en í dag eru 87 stofnanir skráðar til leiks með 290 starfsstöðvar um land allt. Með þátttöku í Grænu skrefunum gefst ríkisstofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka því stofnunum að kostnaðarlausu. Á liðnu ári fékk verkefnið yfirhalningu í ýmsum skilningi þegar nýtt útlit, heimasíða og gagnagátt fyrir umhverfis- og loftslagsbókhaldið Grænt bókhald litu dagsins ljós og aukin áhersla var lögð á loftslagsmálin í aðgerðum skrefanna.