Greiðum starfsfólki fyrir að keyra ekki bíl

Umhverfisstofnun hvetur starfsfólk sitt til að ferðast til og frá vinnu með umhverfisvænum hætti. Liður í þeirri hvatningu er að bjóða starfsfólki upp á samgöngusamninga til eins árs í senn. Á hverju ári fjölgar starfsfólki sem nýtir sér þann kost að hefja og/eða ljúka vinnudeginum með slökun í strætó eða með því að taka á því og ganga eða hjóla til og frá vinnu í öllum veðrum. Sumarsamningar eru einnig í boði fyrir þá sem finnst of mikið að skuldbinda sig til heils árs í einu. Þessu til viðbótar á Umhverfisstofnun tvö reiðhjól sem starfsmenn geta notað til að skutlast á fundi innan borgarmarkanna, auk þess sem stofnunin býður upp á strætómiða fyrir þá sem vilja nýta sér þann samgöngumáta í vinnuerindum.