Áhersla á faglega öflugt og jákvætt starfsumhverfi

Árleg starfsmannavelta hefur verið mæld hjá Umhverfisstofnun frá stofnun hennar árið 2003. Á meðfylgjandi mynd sést þróun starfsmannaveltu árin 2011 til 2018. Til samanburðar er sýnt meðaltal starfsmannaveltu í opinberri þjónustu og stjórnsýslu skv. Cranet rannsókn, 2018. Undanfarin ár hefur veltan verið minni og stöðugri en fyrr. Hjá Umhverfisstofnun er lögð áhersla á faglega öflugt og jákvætt starfsumhverfi. Ávallt er leitast við að ráða hæfasta fólkið, óháð staðsetningu og þar gegna fjöldi starfsstöðva um allt land lykilhlutverki. Á sama tíma er þekkt að heilbrigð velta er líka jákvæð og sýnir m.a. að starfsmenn stofnunarinnar eru eftirsóttir starfskraftar, hvort sem er hjá ráðuneytum, öðrum stofnunum eða fyrirtækjum á almennum markaði.


* Mannauðsstjórnun á Íslandi 2018, Cranet rannsóknin í 15 ár, Arney Einardóttir, Katrín Ólafsdóttir, Ásta Bjarnadóttir. Reykjavík 2018.