Er loftið gott í dag?

Í mars 2021 hófst eldgos í Geldingadölum. Umræða um loftgæði jókst samstundis enda vilja íbúar í nálægum byggðum vita hvort gasmengunar verði vart í þeirra sveitarfélagi. Hvort þeim sé óhætt að láta börn sofa út í vögnum eða hvort slökkva eigi á loftræstikerfum.

Það er ekki bara á tímum náttúruvár sem íbúar vilja fylgjast með loftgæðum. Umhverfisstofnun heldur úti síðunni loftgæði.is og sinnir upplýsingagjöf til almennings um loftgæði. Inn á síðuna streyma loftgæða-upplýsingar í nær-rauntíma frá mælistöðvum víðsvegar um landið. Rekstraraðilar mælistöðvanna eru nokkrir. Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga reka nokkrar mælistöðvar en flestar mælistöðvarnar eru hins vegar reknar af iðnfyrirtækjum og orkufyrirtækjum. Rekstur stöðvanna er þá hluti af starfsleyfisskilyrðum viðkomandi fyrirtækja. Losun mengunarefna á hverjum stað ræður því hvaða efni eru mæld en helstu efni sem verið er að mæla eru svifryk (PM), niturdíoxíð (NO2), brennisteinsdíoxíð (SO2) og brennisteinsvetni (H2S). Þannig er mest áhersla lögð á að mæla svifryk og niturdíoxíð í nágrenni bílaumferðar, brennisteinsdíoxíð í nágrenni stóriðju og brenniseinsvetni í nágrenni jarðvarma-virkjanna. Tiltölulega lítil aukning í styrk loftmengunarefna eða svifryks getur haft áhrif á heilsufar viðkvæmra hópa. Ef styrkur eykst þá er heilbrigðum einstaklingum ráðlagt að draga úr áreynslu utandyra og í mjög miklum mengunartoppum, t.d. í eldgosum, er fólki ráðlagt að halda sig innandyra og loka gluggum. Því er virkni upplýsingasíðunnar loftgæði.is gífurlega mikilvæg á öllum tímum, hvort sem það gýs eða ekki.


loftgaedi.is

Árlega er upplýsingum um loftgæði á Íslandi skilað til Umhverfisstofnunar Evrópu og undanfarin ár hafa íbúar á Ísland verið meðal þeirra sem búa við hvað mest loftgæði. Í meðfylgjandi töflu má til að mynda sjá að einungis einu sinni árið 2020 fór styrkur efnis yfir heilsuverndarmörk oftar en leyfilegt er en það var NO2 við Grensásveg.

Sjá má töflu hér

EfniHeilsuverndarmörkHversu oft fór yfir 2019Undir
heilsuverndarmörkum
 MeðaltímiMörk( μg/m2)Má fara yfir  
Gróft svifryk(PM10)24 klst5035x á ári22x Akureyri, 15x Grensásv. 5x Húsdýrag., 1x Dalsmára, Hvaleyrarholti, Héðinsvík, Norðurhellu
 Ár40 Var undir ársmeðaltali
      
Fínt svifryk(PM2.5)Ár20 Var undir ársmeðaltali
      
      
Brennisteinsdíoxíð(SO2)1 klst35024x á áriAldrei
 24 klst1253x á ári1x Gröf, Grundartanga
      
Brennisteinsvetni(H2S)24 klst503x á ári1x Hveragerði
 Ár5 Var undir ársmeðaltali
      
Köfnunarefnisdíoxíð(NO2)1 klst20018x á ári9x Grensásvegi
 24 klst757x á ári11x GrensásvegiNei
 Ár40 Var undir ársmeðaltali