Mikill samdráttur í losun frá iðnaði í Evrópu

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir hefur verið starfrækt innan ESB frá árinu 2005 og er kerfinu ætlað að mynda fjárhagslegan hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í sambandinu. Kerfið er þó ólíkt losun á beinni ábyrgð stjórnvalda á þann hátt að markmiðin eru sameiginleg fyrir ESB ríkin en stefnt var að 20% samdrætti fyrir árið 2020 og nýtt markmið fyrir árið 2030 er 55% samdráttur miðað við árið 2005.

Á árunum 2005 til 2019 dróst losun frá rekstraraðilum í staðbundnum iðnaði saman um 35% innan kerfisinsí heild en losun frá flugi jókst hinsvegar um 1% á milli áranna 2018 og 2019 og hefur aukist jafnt og þétt allt viðskiptatímabilið Samdrátt í losun frá stóriðju má m.a. rekja til þess að iðnaður í Evrópu hefur í auknum mæli getað skipt yfir í vistvænni orkugjafa.Heimild: Umhverfisstofnun Evrópu

Staða ETS á Íslandi

Losun frá staðbundnum iðnaði innan ETS nam um 40% af heildarlosun Íslands. Hefur sú losun verið frekar stöðug frá 2013 og á Ísland því ekki mikinn þátt í þeim samdrætti sem sjá má almennt í kerfinu. Þessi stöðguleiki í losun er helst til kominn vegna þess að losunin er í beinu sambandi við framleiðslumagn innan stóriðjunnar. Iðnaður á Íslandi er ólíkur iðnaði í Evrópu að því leyti að mest losun af CO2 kemur frá iðnaðarferlunum sjálfum en ekki bruna á jarðefnaeldsneyti. Því er illgerlegt að draga úr þeirri losun nema með tilkomu nýrrar tækni og/eða með niðurdælingu og varanlegri binding á CO2 úr útblæstri iðjuvera. Losun frá flugi hefur aukist jafnt og þétt og ólíklegt er að Covid-19 muni hafa varanleg áhrif til samdráttar.