Jákvæð áhrif umhverfisstjórnunar í iðnaði

Umhverfisstofnun hefur nú í annað sinn byggt eftirlitsáætlun ársins á niðurstöðum áhættumats á mengunarhættu starfsleyfishafa. Starfsleyfishafar geta haft áhrif á tíðni reglubundinna vettvangs-heimsókna með bættri umhverfisstjórnun og innra eftirliti en stofnunin hefur auk þess skýrar heimildir til að framkvæma óvenjubundnar vettvangsheimsóknir eftir því sem aðstæður kalla á. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er áhættuflokkun starfsleyfishafa breytileg á milli áranna 2020 og 2021 sem stafar af því að áhættan var endurmetin miðað við niðurstöður eftirlits ársins 2020. Með þessum hætti ræðst tíðni vettvangsheimsókna af niðurstöðum eftirlits hverju sinni. Greið tækifæri eru fyrir rekstraraðila að taka ábyrgð á eigin umhverfisstjórnun sem krefst þá minni aðkomu opinbers eftirlits.