Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu.

Árið 2020 hóf Umhverfisstofnun gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpnastofninn. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Skotveiðifélag Íslands og Fuglavernd. Markmiðið með gerð slíkrar áætlunar er að setja ramma um veiðistjórnun tegundarinnar og þannig auka sátt og gegnsæi.

Við áætlanagerðina er stuðst við aðferðafræði sem á ensku kallast Adaptive Management. Aðferðafræði þessi hefur verið að ryðja sér til rúms við stýringu nátturuauðlinda og hefur t.d. gefist vel við veiðistýringu gæsa- og andastofna í Bandaríkjunum. Aðferðafræðin gerir ráð fyrir því að reglulega þurfi að uppfæra áætlanirnar með hliðsjón af sveiflum í þeim stofnun sem um er að ræða.

Í upphafi koma hagsmunaaðilar sér saman um markmið og ræða helstu ógnir sem steðja að viðkomandi stofni. Því næst koma aðilar sér saman um aðgerðir til að ná markmiðum og setja upp vöktunaráætlun til að hægt sé að fylgjast með árangri. Slíkar áætlanir eru endurskoðaðar reglulega og aðgerðum breytt í samræmi við útkomu. Þetta er stundum nefnt „learn by doing“ aðferðarfræði.

Auk vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpnastofninn, þá hefur Umhverfisstofnun einnig hafið undirbúning að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr, stuttnefnju og grágæs. Áætlun um stuttnefju verður unnin í samstarfi við Norðmenn, Grænlendinga og Kanadamenn, en grágæsaáætlunin í samstarfi við Breta. Einnig hefur Umhverfisstofnun ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands komið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir helsingjastofninn í alþjóðlegu samstarfi og er sú áætlun langt komin.


TegundirEkki hafiðUndirbúningurÍ vinnslu
BlesgæsX
GrágæsX
HeiðagæsX
HelsingiX
RjúpaX
HávellaX
ToppöndX
UrtöndX
SkúföndX
StokköndX
RauðhöfðaöndX
DuggöndX
LangvíaX
LundiX
StuttnefjaX
TeistaX
ÁlkaX
ToppskarfurX
DílaskarfurX
SúluungarX
FýllX
RitaX
HettumáfurX
SilfurmáfurX
SílamáfurX
SvartbakurX
HvítmáfurX
KjóiX
HrafnX
HreindýrX
MinkurX
RefurX