Þrívíddarkort af Kerlingarfjöllum

Þann 10. ágúst 2020 voru Kerlingarfjöll friðlýst sem landslagsverndarsvæði. Þar eru merktar gönguleiðir og svæði með sérreglum. Til að auðvelda fólki að átta sig á staðháttum og staðsetningu bjó Umhverfisstofnun til tvö þrívíddarkort af svæðinu. Unnið var út frá þrívíddarlíkaninu ÍslandDEM sem Landmælingar Íslands hafa gert.

Annað kortið notast við loftmynd af svæðinu en hitt sýnir hæðarlínur. Á svæði 1 er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu innviða vegna ferðamennsku en svæði 2 þarf sérstaklega að vernda sökum viðkvæmni, sérstöðu eða af öryggisástæðum.