Viðhorfskönnun Maskínu

Stjórnendur Umhverfisstofnunar fylgjast grannt með hvernig viðhorf til stofnunarinnar eru að þróast. Maskína, sem sérhæfir sig í könnunum og rannsóknum, hefur frá árinu 2012 gert kannanir meðal almennings fyrir stofnunina. Síðasta könnun sem fór fram dagana 30. nóvember til 10. desember 2020 tóku 1.251 einstaklingar þátt í könnuninni. Alls voru rúmlega 56% sem voru mjög eða frekar jákvæðir gagnvart stofnuninni en tæplega 8% þátttakendur voru mjög eða frekar neikvæðir í garð stofnunarinnar. Hvað varðar traust þá voru 42% þátttakenda sem bera mjög eða fremur mikið traust til stofnunarinnar en tæp 8,6% báru mjög eða fremur lítið traust til stofnunarinnar. Niðurstöðurnar frá 2020 eru því jákvæðar og þá sérstaklega hvað varðar þróun er varðar traust til stofnunarinnar.