Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri tók vaxtarkipp á árinu og markið var sett hátt:
Að styðja sem flesta ríkisaðila í gegnum öll Grænu skrefin.
Sérstök áhersla var lögð á fræðslu um loftslagsstefnugerð til þess að til þess aðstoða stofnanirnar við að setja sér tímasett og mælanleg markmið um samdrátt í losun.
Til að bregðast við átaksverkefninu voru þrír starfsmenn ráðnir í tímabundið.
Fjöldi starfsmanna sem tóku þátt í Grænu skrefunum á árinu
Fjöldi stofnana sem skráðu sig í Grænu skrefin á árinu
Samdráttur á heildarlosun per stöðugildi milli áranna 2020 og 2021
Fjöldi skrefa sem stigin voru á árinu
Fjöldi aðgerða sem liggja að baki skrefunum á árinu
Ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins eru stórt hreyfiafl í samfélaginu. Ríkisaðilar sem taka þátt í Grænu skrefunum gera kröfur til þjónustuaðila sinna um bætt umhverfisstarf. Þannig ganga ríkisaðilar fram með góðu fordæmi.
Grænu skrefin hafa einnig áhrif á einstaka starfsfólk. Um 18.000 manns starfa á vinnustöðum sem taka þátt í Grænum skrefum. Þetta starfsfólk tekur þekkingu og breyttar venjur með sér heim og út í samfélagið.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar 2018-2021 var kveðið á um átak í friðlýsingum. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu hafa unnið að verkefninu.
Í heildina hafa 14 ný svæði verið friðlýst, 8 svæði voru friðlýst gegn orkuvinnslu og 5 friðlýst svæði stækkuð, samtals 27 svæði. Þar af voru 15 svæði friðlýst árið 2021.
Nýfriðlýst svæði árið 2021 voru Látrabjarg, Fitjaá, Lundey, Stórurð, Gerpissvæðið og Drangar, sem er fyrsta friðlýsta óbyggða víðernið.
Látrabjarg á sunnanverðum Vestfjörðum er eitt stærsta fuglabjarg Evrópu og flokkast sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Þar verpa margar tegundir fugla, þar á meðal tegundir sem flokkast sem ábyrgðartegundir Íslendinga og eru á válista. Lífríkið í sjónum við Látrabjarg er afar fjölbreytt og mikilvægt fæðusvæði varpfugla í bjarginu.
Látrabjarg var friðlýst sem friðland í mars árið 2021.
Friðlandið er um 37 km2 að stærð og mörk friðlandsins ná tvo kílómetra út í sjó frá ystu mörkum á landi.
Umhverfisstofnun auglýsir öll störf sérfræðinga þannig að umsækjendur geta valið um staðsetningu á starfsstöðvum stofnunarinnar um allt land. Nokkur störf eru svæðisbundin.
Á árinu 2021 voru níu störf sérfræðinga auglýst til umsóknar. Sjö þeirra voru auglýst með vali um starfsstöð. Tvö störf voru bundin starfsstöð, annað starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík og hitt starfsstöðinni Egilsstöðum.
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum og því fjölbreytt val fyrir umsækjendur. Það er einnig frábært tækifæri fyrir stofnunina að geta valið besta einstaklinginn til starfa óháð staðsetningu.
Mikill vöxtur var á starfsstöð Umhverfisstofnunar á Akureyri á árinu. Í lok árs störfuðu þar 12 manns.
Nýliðaþjálfun Umhverfisstofnunar stuðlar að því að nýju starfsfólki gangi vel að komast inn í starfið og líði vel á vinnustaðnum. Nýliðaþjálfunin veitir starfsfólki gott upphaf að vonandi farsælum ferli hjá stofnuninni. Nýliðaþjálfunin var efld enn frekar á árinu.
Endurmenntun og fræðsla eru lykilþættir í starfsemi Umhverfisstofnunar og fræðsluþátturinn hefur verið aukinn til muna.
Við hugum vel að aðlögun að starfslokum vegna aldurs. Boðið er upp á námskeið og sveigjanleg starfslok að óskum hvers og eins. Þekkingaryfirfærsla er í forgrunni hjá okkur þegar líður að þessum tímamótum, en einnig að aðdragandinn sé þægilegur og aðgengilegur.