Umhverfisstofnun leggur sig fram við að vinna að gildandi markmiðum úr stefnu stofnunarinnar með framsýni, samstarf og árangur að leiðarljósi.

Mengaður jarðvegur á Heiðarfjalli

Niðurstöður rannsókna frá árinu 2019 leiddu í ljós að jarðvegur á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er mikið mengaður. Umhverfisstofnun fékk það verkefni að gera fleiri rannsóknir á svæðinu og setja upp viðeigandi merkingar.

9. febrúar 2022

Eftirlit með hreinsunarstarfi á Suðureyri

Tveir starfsmenn frá Umhverfisstofnun sinntu mikilvægu eftirliti og ráðgjöf við hreinsunarstarf vegna olíuleka á Suðureyri. Þar láku um níu þúsund lítrar af olíu úr tanki við kyndistöð Orkubús Vestfjarða

11. mars 2022

545 milljónir í uppbyggingu innviða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið úthlutaði Umhverfisstofnun 545 milljónum kr. til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. Geysissvæðið í Haukadal fékk stærstu einstöku úthlutunina, rúmlega 152 milljónir kr., fyrir gerð göngustíga.

25. mars 2022

Nýi miðbærinn á Selfossi stærsta Svansvottaða verkefnið

Miðbærinn á Selfossi hlaut Svansvottun, en um var að ræða stærsta einstaka verkefnið sem hlotið hefur Svansvottun hér á landi, enda tekur hún til 13 bygginga sem samtals eru 5500 fermetrar.

4. apríl 2022

Fyrsta vatnaáætlun Íslands

Fyrsta vatnaáætlun fyrir Ísland var staðfest af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vatnaáætlun felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd og aðgerðaáætlun fyrir 2022-2028.

8. apríl 2022

Fyrsta íbúðarhúsið fær Svansvottunin fyrir endurbætur

Þingholtsstræti 35 varð fyrsta íbúðarhúsið sem hlaut Svansvottun fyrir endurbætur. Húsið er á þremur hæðum og stendur í einum elsta hluta Reykjavíkur.

28. apríl 2022

Þróun loftslagsmála á Íslandi

Landsskýrsla um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fyrir árið 2020 kom út. Skýrslan sýndi nokkurn samdrátt í losun einkum vegna Covid-19 heimsfaraldurs.

2. maí 2022

Frábær þátttaka á fyrsta Loftslagsdeginum

Fyrsti Loftslagsdagurinn fór fram í Hörpu 3. maí. Þar komu fram sérfræðingar úr ýmsum áttum og fjölluðu um loftslagsmál á mannamáli. Þátttaka í viðburðinum fór fram úr björtustu vonum.

4. maí 2022

Uppgjör losunarheimilda 2021

Íslenskir þátttakendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) gerðu upp heimildir sínar fyrir losun ársins. Heildarlosun innan ETS kerfisins fyrir árið jókst um 7% frá fyrra ári.

12. maí 2022

Friðlýsing hella í Þeistareykjahrauni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti friðlýsingu svæðis í Þeistareykjahrauni sem geymir einhverja heillegustu og tilkomumestu hraunhella sem þekkjast hér á landi og þótt víðar væri leitað.

30. maí 2022

Gígur í Mývatnssveit opnar

Gígur, nýtt sameiginlegt húsnæði Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs, Landgræðslunnar og Náttúrufræðirannsóknarstöðvarinnar í Mývatnssveit (RAMÝ) á Skútustöðum í Mývatnssveit var opnað.

30. maí 2022

Mengunarvarnaræfing í Vestmannaeyjum

Umhverfisstofnun, Landhelgisgæsla Íslands og Samgöngustofa héldu árlega mengunarvarnaæfingu sína. Markmið mengunarvarnaæfingarinnar var að æfa samskipti á milli viðbragðsaðila og þjálfa starfsmenn viðkomandi aðila í notkun mengunarvarnabúnaðar.

2. júní 2022

Dagur hafsins og sýning á sjómannadaginn

Í tilefni sjómannadagsins bauð Umhverfisstofnun til sýningar á Grandagarði þar sem hægt var að fræðast um olíumengun í sjó og viðbrögð til að lágmarka áhrif olíumengunar á lífríki.

8. júní 2022

Útvistarvörur og PFAS efni

Teymi efnamála fór í fræðsluátak um PFAS efni og útivistarvörur í sumarbyrjun.

15. júní 2022

Stöðuskýrsla fráveitumála

Stöðuskýrsla um fráveitumál fyrir árið 2020 kom út. Staðan hefur lítið breyst síðan árið 2014 en tækifæri eru til úrbóta eftir að ríkið samþykkti styrkveitingu til sveitarfélaga vegna fráveituframkvæmda.

23. júní 2022

Útgáfa handbókar sveitarfélaga um úrgangsstjórnun

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar kom út. Handbókin er vegvísir sveitarfélaga í úrgangsmálum sem fjallar um þær stefnumótandi ákvarðanir og þjónustu sem sveitarstjórnum eru faldar samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs

24.06.2022

Eftirlit með upplýsingagjöf fyrirtækja skilaði árangri

Frávikum í eftirlitum með endurvinnslu og upplýsingagjöf á raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum og rafgeymum fækkaði. Það bendir til þess eftirlitið hafi skilað árangri og að framleiðendur hafi bætt úr merkingum, móttöku og upplýsingum um flokkun og skil.

29. júní 2022

Snæfellsjökulsþjóðgarður verði hluti af UNESCO svæði

Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verði hluti af fyrsta UNESCO Man and Biosphere svæði á Íslandi á Snæfellsnesi.

26. ágúst 2022

Norræna vatnaráðstefnan í Reykjavík

Umhverfisstofnun sá um skipulagningu Norrænu vatnaráðstefnunnar í Reykjavík dagana 30. ágúst til 1. september. Ráðstefnan er samstarfsvettvangur fyrir norræna aðila sem sinna innleiðingu vatnatilskipunar.

30. ágúst 2022

Vinnustofa um náttúrumiðaðar lausnir fyrir vatnavistkerfi

Umhverfisstofnun, Orka náttúrunnar, Verkís og Landbúnaðarháskóli Íslands stóðu fyrir vinnustofu fyrir náttúrumiðaðar lausnir fyrir vatnavistkerfi.

5. september 2022

Fyrsta Svansvottunin á viðhaldsvörum fyrir farartæki

Efnasprotafyrirtækið Gefn fékk fyrstu íslensku Svansvottunina í flokknum viðhaldsvörur fyrir farartæki. Fyrirtækið fékk einnig fyrirtækið vottun í vöruflokknum hreinsiefni og fituleysir fyrir iðnað. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í umhverfisvæna efnavöru.

9. september 2022

Undirritun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Geysissvæðið

Umhverfis-, orku-og loftslagsráðherra undirritaði stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geysissvæðið að viðstöddum forsætisráðherra og starfsfólki Umhverfisstofnunar. Svæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og var friðlýst 2020.

12. september 2022

Losun jókst 2021 eftir 2020 COVID-lægð

Bráðabirgðaútreikningar Umhverfisstofnunar sýndu að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst um 3% milli áranna 2020 og 2021 þegar er horft til losunar án landnotkunar og skógræktar (LULUCF). Ef litið var einungis til losunar á beinni ábyrgð Íslands nam aukningin 2 prósentum milli ára.

15. september 2022

Dagur íslenskrar náttúru

Blikastaðakró-Leiruvogur var friðlýst og landverðir buðu upp á stefnumót við almenning á friðlýstum svæðum á Degi íslenskrar náttúru.

16. september 2022

Nýjar leiðbeiningar fyrir fráveitur

Umhverfisstofnun gaf út nýjar leiðbeiningar til aðstoðar við val á fráveitulausnum og umhirðu en töluverð þróun hefur orðið á fráveitulausnum og ýmsar leiðir í boði sem eru betri fyrir umhverfið.

7. október 2022

Ráðstefna um hringrásarhagkerfið

Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til ráðstefnu. Markmið ráðstefnunnar var meðal annars að fjalla um leiðir sem sveitarfélög hafa í úrgangsstjórnun og hvernig þau geta undirbúið sig fyrir breytingar á úrgangslöggjöfinni þann 1. janúar 2023.

7. október 2022

Leiðbeiningar um eftirlitsmælingar og vöktun vegna fráveitu

Umhverfisstofnun gaf út leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og heilbrigðiseftirlit þar sem farið er yfir þær mismunandi kröfur sem gerðar eru til hreinsunar á skólpi.

11. október 2022

Allt í plasti!

Umhverfisstofnun gaf út leiðbeiningar fyrir fyrirtæki í landinu um ábyrga plastnotkun og stóð fyrir opnum fyrirlestri um ábyrga notkun plasts undir yfirskriftinni: Allt í plasti!

13. október 2022

Vinnustofa um rusl í hafi

Umhverfisstofnun stóð fyrir vinnustofu um leiðir til að koma öllu rusli sem kemur upp með veiðarfærum í land. Þátttakendur í vinnustofunni voru aðilar sem hafa hlutverki að gegna við úrgangshirðingu í hafi, móttöku á úrganginum og förgun.

3. nóvember 2022

Reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur tekur gildi

Ný reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur tók gildi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Reglugerðin gildir um 47 atvinnugreina og kveður á um skráningu atvinnurekstrar í miðlæga rafræna gátt í stað starfsleyfisskyldu.

15. nóvember 2022

COP27 Í Egyptalandi

Fulltrúar Umhverfisstofnunar tóku þátt í COP 27, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Þær sátu meðal annars samningafundi um sameiginlegt losunarbókhald.

23. nóvember 2022

Bestu gjafirnar eru alltaf á 100% afslætti

Í aðdraganda jóla fór Saman gegn sóun í vitundarvakningu um ofneyslu og mótvægisaðgerðir til að draga úr henni. Ofneysla er dýrkeypt fyrir umhverfið og henni fylgir stress og álag.

24. nóvember 2022

Skýrsla um vistfræðileg viðmið við ástandsflokkun strandsjávar á Íslandi

Skýrsla um vistfræðileg viðmið við ástandsflokkun strandsjávar á Íslandi út frá líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum kom út. Tilefnið var innleiðing á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011.

29. nóvember 2022

Morgunfundur Grænna skrefa

Þátttakendur Grænna skrefa voru boðaðir á morgunfund á Grand hótel Reykjavík. Á fundinum var farið yfir stöðuna á verkefninu og niðurstöður ánægjukönnunar. Þar voru fjögur fræðsluerindi flutt og allir tóku þátt í skapandi hópavinnu um grænu vegferðina.

6. desember 2022

Harpa hlýtur Svansvottun sem ráðstefnuhús

Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti Hörpunni Svansleyfi fyrir ráðstefnuþjónustu. Umsóknarferlið gekk hratt og örugglega og var mikill hugur í starfsfólki. Með Svansvottuninni styrkir Harpa enn frekar stöðu sína og samkeppnishæfni sem ráðstefnuhús á heimsmælikvarða.

7. desember 2022

COP15 í Kanada

Ráðstefna aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni fór fram í Montréal í Kanada. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og matvælaráðuneytinu tóku þátt í ráðstefnunni.

12. desember 2022

Nýjar leiðbeiningar um flokkun úrgangs frá flugvélum og skipum í alþjóðlegri umferð

Umhverfisstofnun og Matvælastofnun gáfu út leiðbeiningar um flokkun úrgangs frá flugvélum og skipum í alþjóðlegri umferð. Fram að þessu hafði rekstraraðilum verið gert að brenna allan úrgang frá millilandaumferð.

14. desember 2022

254 Græn skref stigin á árinu

Ríkisstofnanir og stofnanir í meirihluta eigi ríkisins héldu áfram að stíga Græn skref árið 2022. 177 stofnanir taka nú þátt í verkefninu og 47 hafa klárað öll 5 skrefin. Allt í allt voru 254 skref stigin á árinu.

31. desember 2022