Surtsey myndaðist í eldgosi sem fyrst varð vart á yfirborði sjávar 14. nóvember 1963.
Í eldsumbrotunum mynduðust auk Surtseyjar, eldfjallaeyjarnar Surtla, Syrtlingur og Jólnir en eldvirkni í þeim stóð stutt og þegar henni lauk átti sjórinn auðvelt með að brjóta þær niður. Eldfjallaeyjarnar hurfu því fljótt af yfirborði sjávar en ummerki þeirra má sjá neðansjávar. Eldvirkni í Surtsey stóð hinsvegar yfir í tæp fjögur ár með nokkrum goshléum. Þegar hraun runnu á eynni varð hún betur varin fyrir ágangi sjávar eftir að gosi lauk en það var fyrst og fremst myndun móbergs sem tryggði framtíð Surtseyjar sem ein af úteyjum Vestmannaeyja.
Surtseyjareldar er lengsta og best þekkta eldgos í sögu Íslandsbyggðar, þar sem fylgst var náið með gangi eldgossins frá upphafi. Surtseyjargosinu lauk 5. júní 1967.
Surtsey hefur hingað til verið sem náttúruleg rannsóknastöð í jarðfræði og líffræði og mun vera það áfram.
Meira um Surtsey á vef Umhverfisstofnunar